Vegabréfum, fartölvum og fatnaði stolið

Tveir menn voru handteknir við verslunarmiðstöð.
Tveir menn voru handteknir við verslunarmiðstöð. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot og þjófnað á heimili í miðborginni um klukkan hálfsex í gærkvöldi. Á meðal þess sem stolið var voru vegabréf og fartölvur, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Tveimur tímum áður voru tveir menn handteknir við verslunarmiðstöð í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Eru þeir grunaðir um að hafa stolið fötum og voru vistaðir í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

mbl.is