Möguleiki á myglu í Vanillas

Varað er við neyslu á Pågens Vanillas-snúðum.
Varað er við neyslu á Pågens Vanillas-snúðum. Ljósmynd/Aðsend

Ó. Johnson og Kaaber ehf. varar við neyslu á Pågens Vanillas-snúðum með best fyrir dagsetningunum 20.07.2021 og 12.07.2021 vegna möguleika á að gæði deigs og gerjun hafi valdið því að vanillukremið gæti lekið en slíkt eykur líkur á myglu, að því er segir í tilkynningu. Þá segir einnig að þetta eigi einungis við um fyrrgreindar dagsetningar.

Neytendur sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að farga henni eða skila til Ó. Johnson & Kaaber ehf., Tunguhálsi 1, 110 Reykjavík.

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Pågens Vanillas 195 g

Framleiðandi: Pågen AB. Nettómagn: 195 g

Best fyrir dags.: 20.07.2021 og 12.07.2021

Strikamerki: 7311070006230

Framleiðsluland: Svíþjóð

Dreifing: Melabúðin, Hagkaup, Heimkaup, Bónus, Kjöthöllin, Mini Market, Kostur, Smáralind, Skerjakolla, Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland, 10-11, Extra, Fjarðarkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Kauptún, Hlíðarkaup, Krónan, Plúsmarkaðurinn á tímabilinu 01.06.2021 – 14.06.2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert