Allt að tuttugu stiga hiti

Björtu veðri er spáð í dag.
Björtu veðri er spáð í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Spáð er norðan- og norðvestanátt í dag og strekkingi austast í fyrstu, annars hægari vindur. Bjart veður verður sunnan- og vestanlands, en dálítil úrkoma á Norður- og Norðausturlandi fram á síðdegi eða kvöld. Hiti frá 7 stigum norðaustan til, upp í 16 til 17 stig syðst. 

Víða verður léttskýjað í fyrramálið en þykknar smám saman upp á morgun með vestan- og suðvestangolu eða -kalda, fyrst um landið vestanvert. Heldur hvassara verður og lítils háttar væta norðvestan til um kvöldið, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Hiti kemst væntanlega í 17 til 20 stig á Suðaustur- og Austurlandi. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Vestan og suðvestan 3-10 m/s og léttskýjað, en þykknar upp V-til á landinu. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á SA- og A-landi. Suðvestan 8-15 og dálítil súld NV-lands um kvöldið.

Á föstudag:
Suðvestan 10-18 og súld eða rigning, en úrkomulítið um landið A-vert. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á A-landi.

Á laugardag:
Minnkandi vestanátt og léttir víða til, en líkur á þoku við SV- og V-ströndina. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast SA-til.

Á sunnudag:
Suðlæg átt og þykknar upp, dálítil rigning V-lands um kvöldið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á NA-landi.

Á mánudag:
Suðvestanátt og léttskýjað NA- og A-lands, en dálítil rigning á V-verðu landinu. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Sunnanátt og rigning, en þurrt að mestu og áfram hlýtt NA-til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert