Icelandair fær áminningu frá Persónuvernd

Icelandair fékk áminningu frá Persónuvernd vegna hægrar afgreiðslu málsins.
Icelandair fékk áminningu frá Persónuvernd vegna hægrar afgreiðslu málsins. mbl.is/Árni Sæberg

Persónuvernd hefur áminnt Icelandair fyrir að hafa ekki afgreitt beiðni einstaklinga um aðgang að persónuupplýsingum sínum, sem fyrirtækið hafði til vinnslu, í samræmi við lög.

Lagði Persónuverns fyrir það að afgreiða aðgangsbeiðnir einstaklinga eftirleiðis innan lögbundinna tímamarka og setja sér verklagsreglur um afgreiðslu slíkra beiðna, að því er fram kemur á vef Persónuverndar.

Kemur þar einnig fram að meðferð málsins hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 10. júní síðastliðinn en henni barst kvörtunin einu og hálfu ári áður, þann 9. október 2019.

Ekki tilefni til að leggja á stjórnvaldssekt

Óumdeilt var að kvartendur fengu aðgang að þeim persónuupplýsingum sínum sem Icelandair vinnur með og þeir óskuðu eftir en að mati Persónuverndar er ekkert í gögnum málsins sem gefur til kynna annað en að fyrirtækið hafi uppfyllt skyldu sína samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem við áttu í málinu.

„Í ljósi þess að umrætt bréf Persónuverndar er dagsett eftir að kvörtun í því máli sem hér er til umfjöllunar barst stofnuninni telur Persónuvernd þó ekki tilefni til leggja stjórnvaldssekt á Icelandair ehf. í fyrirliggjandi máli,“ segir í lokaorðum úrskurðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert