„Þurfum að breyta því hvernig við hugsum“

Katrín Jaokbosdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jaokbosdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við þurfum að breyta því hvernig við hugsum, við þurfum að nálgast hlutina með öðrum hætti en áður og við þurfum að huga að öllum umhverfinu til þess að þegar við breytum einum hlut færum við ekki eitthvað annað úr stað,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, við formlega kynningu loftslagsvegvísis atvinnulífsins í dag. 

Katrín rakti meðal annars hversu mikilvæg aðkoma atvinnulífsins er að loftslagsbaráttunni og sagði loftslagsvegvísinn styðja vel við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 

Hvernig verður veruleiki barnabarna okkar?

Katrín rifjaði upp hugvekju Andra Snæs Magnasonar úr bókinni Tíminn og vatnið, og hvatti viðstadda til að ímynda sér að þau væru að ræða við ömmu sína og afa. Huga að samfélagsbreytingum sem hefðu átt sér stað síðan þau voru á sama aldri við hér og nú og sjá fyrri sér framtíðina ef breytingar halda áfram á sama hraða, hvernig veruleiki barnabarna okkar verði. 

„Þá skynjum við þennan gríðarlega kraft tímans í þessu verkefni og hversu miklu skiptir að aðgerðirnar sem við grípum til núna beri árangur,“ sagði hún. Að í rauninni sé verkefnið sem blasi við að tryggja góða framtíð barnabarna okkar. 

Loftslagsvegsvísi atvinnulífsins má nálgast hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert