Upplifa að talað sé niður til þeirra og hæfni dregin í efa

Aðstandendur verkefnisins, f.v.: Ólafur Elínarson hjá Gallup, Þorgerður Einarsdóttir, prófessor …
Aðstandendur verkefnisins, f.v.: Ólafur Elínarson hjá Gallup, Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við HÍ, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri VÍ, og Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé hjá Empower.

Þrefalt fleiri kvenstjórnendur en karlstjórnendur upplifa að hafa þurft að sanna sig í starfi meira en aðrir og fleiri konur en karlar upplifa að talað hafi verið niður til þeirra á vinnustaðnum. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum rannsóknarinnar Kynin og vinnustaðurinn, sem kynnt var í gær.

Fram kemur að líkurnar á að talað sé niður til kvenna virðast meiri þegar þær eru stjórnendur en lítill sem enginn munur er á milli karla hvað þetta varðar. Eiga þessar niðurstöður við hvort sem um er að ræða starfsfólk eða stjórnendur.

Könnunin var lögð fyrir um 2.000 aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands og voru niðurstöðurnar kynntar í gær. Um er að ræða samstarfsverkefni Viðskiptaráðs, Empower, Háskóla Íslands og Gallup.

Upplifa grófan talsmáta

Í fréttatilkynningu um niðurstöðurnar er m.a. bent á að könnunin leiði í ljós að fleiri kvenstjórnendur en karlstjórnendur upplifa að dómgreind þeirra og hæfni sé dregin í efa og konur eru líklegri en karlar til að upplifa að notaður sé grófur talsmáti og óviðeigandi brandarar.

„Þegar konur eru stjórnendur eru meiri líkur á því að þær upplifi grófan talsmáta og óviðeigandi brandara. Þegar spurt er um ábyrgð kynja á heimilinu þá telja sex sinnum fleiri konur en karlar sig bera ábyrgð á heimilinu að meirihluta eða öllu leyti og bilið eykst þegar kemur að stjórnendum en 14 sinnum fleiri kvenstjórnendur en karlstjórnendur telja sig bera ábyrgð á heimilinu að meirihluta eða öllu leyti,“ segir í fréttatilkynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert