Könnuðu grunsamlegar mannaferðir

Skömmu eftir miðnætti í gær barst lögreglu tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Austurbæ. 

Fram kemur í dagbók lögreglu að ekkert hafi verið að sjá þegar lögregla kom á vettvang. 

Tveir ökumenn voru í gærkvöldi og nótt handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Voru báðir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. 

Skömmu fyrir klukkan 4 í nótt var maður handtekinn vegna annarlegs ástands og brots á vopnalögum. 

Þá var tilkynnt um þjófnað skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og einn aðili handtekinn í tengslum við málið. 

Lögregla sinnti þá nokkrum verkefnum vegna veikinda og ölvunar þar sem aðstoð var veitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert