Mygla í þjónustuíbúðum aldraðra

Þjónustuíbúðirnar eru í húsi sem er tengt Sjúkrahúsinu í Neskaupstað. …
Þjónustuíbúðirnar eru í húsi sem er tengt Sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þar eru búa tugir aldraðra í einstaklings- og hjónaíbúðum. Ljósmynd/Fjarðabyggð

Fjarðabyggð er að taka í gegn, í hólf og gólf, þrjár íbúðir og samkomusal íbúa í fjölbýlishúsi sem sveitarfélagið á í Neskaupstað vegna myglu sem komið hefur upp. Húsið heitir Breiðablik og þar eru þrjátíu þjónustuíbúðir sem leigðar eru eldri íbúum.

Fleiri íbúðir verða hreinsaðar í sumar og á næstu árum þarf að ráðast í frekari endurbætur á húsinu. Það var byggt í áföngum á árunum 1982 og síðar. Það er tengt við Sjúkrahúsið í Neskaupstað. Íbúarnir hafa lengi kvartað undan óþægindum í ákveðnum hlutum hússins, að því er fram kom í Austurfrétt í lok mars.

Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að komið hafi upp grunur um myglu í samkomusal hússins. Tekin hafi verið sýni þar og í þremur íbúðum á neðstu hæð í mars og apríl. Þurft hafi að bíða eftir greiningu á sýnum en niðurstaðan hafi staðfest myglu. Samkomusalnum hafi verið lokað og íbúar í íbúðunum þremur hafi farið annað.

Nú sé verið að ljúka við að taka íbúðirnar í gegn. Allar innréttingar og gólfefni hafi verið fjarlægð og múrinn slípaður niður. Þessari vinnu sé lokið í þremur íbúðum og nú sé beðið eftir niðurstöðum greiningar á því hvort búið sé að hreinsa alla myglu og verið að ljúka við vinnu við þriðju íbúðina. Þegar niðurstöður liggja fyrir þarf að mála íbúðirnar, setja ný gólfefni og innréttingar, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »