„Eins og að losna úr fangelsi“

Haukur Tryggvason rekur tónleikastaðinn Græna hattinn á Akureyri.
Haukur Tryggvason rekur tónleikastaðinn Græna hattinn á Akureyri. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

„Ég er alsæll með þetta náttúrulega,“ segir Haukur Tryggvason, eigandi Græna hattarins á Akureyri, eins vinsælasta tónleikastaðar landsins. 

Ríkisstjórn Íslands tilkynnti í dag um að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs Covid-19 verði aflétt innanlands frá og með miðnætti.

„Þetta var nú svosem allt komið hjá okkur nema að eins meters reglan gerði það að verkum að við gætum ekki fyllt eins og í venjulegu árferði.“

Mugison á Græna Hattinum.
Mugison á Græna Hattinum. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Yfir hundrað tónleikar féllu niður á Græna hattinum alls að sökum heimsfaraldurs og þá voru nokkuð margir haldnir innan takmarkanna. 

Hefur varla við að bóka tónlistafólk

Haukur segir að fólk hafi verið alsælt þegar Græni hatturinn gat opnað dyr sínar á ný fyrir tónleikagestum. „Það var eins og fólk væri að losna úr fangelsi,“ segir Haukur. 

Haukur segist sjá fyrir sér annað ferðasumar þar sem Íslendingar munu ferðast innanlands þó að utanlandsferðir séu hafnar. Allar helgar eru upp bókaðar fram langt fram á haust á Græna Hattinum. 

„Tónlistafólk er mjög spennt að koma, maður hefur varla við að svara símanum í sambandi við bókanir,“ segir Haukur. 

Vinsælustu hljómsveitir ladsisn torða reglulega upp á Græna hattinum. Hljómsveitin …
Vinsælustu hljómsveitir ladsisn torða reglulega upp á Græna hattinum. Hljómsveitin Hjaltalín á Græna árið 2016. Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert