Veðurspár versnað ef eitthvað er

Veðurspár hafa versnað ef eitthvað er og til að forðast vandræði er fólk eindregið ráðið frá því að ferðast með aftanívagna frá Borgarnesi, vestur um og norður í land frá því um hádegi í dag og fram undir miðnætti. 

Eins verða snarpar hviður við Kvísker í Öræfum frá miðjum degi samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. 

Gul­ar og app­el­sínu­gul­ar viðvar­an­ir vegna veðurs eru í gildi fyr­ir dag­inn í dag og er fólk hvatt til að kynna sér þær vel og haga ferðum sín­um í sam­ræmi við þær.

mbl.is