Óheimilt að svara ákalli Landverndar

Svifryk þyrlast upp af Hringbraut í Reykjavík.
Svifryk þyrlast upp af Hringbraut í Reykjavík. mbl.is/​Hari

Landvernd samþykkti ályktun um gjaldskyldu fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu á aðalfundi sínum 12. júní. Með ályktuninni skoraði Landvernd á sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að taka upp gjaldskyldu fyrir nagladekk.

Samkvæmt umferðarlögum hafa sveitarfélögin ekki heimild til þess konar gjaldskyldu heldur liggur valdið hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Í skriflegu svari frá Þórmundi Jónatanssyni, upplýsingafulltrúa samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, um breytingu á því ákvæði segir hann að árið 2019 hafi komið til álita að veita sveitarfélögum sérstaka heimild til gjaldtöku vegna notkunar negldra hjólbarða.

„Við opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda komu á hinn bóginn fram athugasemdir við að slík heimild yrði veitt og var hún því ekki í frumvarpi,“ segir í svari Þórmundar og enn frekar að breytingar í þessa veru séu ekki til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu sem stendur.

Í ályktun Landverndar segir að rót vandans hvað viðkemur svifryksmengun sé nagladekk og tímatakmarkanir á notkun þeirra hafi ekki skilað sér í minni notkun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »