Forseti Íslands fullbólusettur

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fyrir utan Laugardalshöll í dag.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fyrir utan Laugardalshöll í dag. Ljósmynd/Facebook

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er fullbólusettur. Þetta tilkynnir hann á facbooksíðu sinni í dag en hann hlaut seinni skammt bóluefnis AstraZeneca í dag.

„Nú er ég í hópi ríflega 65% Íslendinga sem eru fullbólusettir,“ segir hann í færslunni. Þá fagnar hann „faglegri framgöngu starfsfólks“ og segir þjóðina mega gleðjast yfir “góðum árangri sem fengist hefur með samstilltu átaki hér heima fyrir“.

Þar á eftir bætir hann við að Covid sé þó ekki búið og undirstrikar þannig skilaboð Þórólfs sóttvarnalæknis þegar aflétt var öllum takmörkunum innanlands á föstudaginn.

„Til að stöðva útbreiðslu COVID-19 þarf að útrýma veirunni um allan heim,“ segir Guðni og hvetur fólk til þess að styðja við átak UNICEF á Íslandi: „Komum því til skila“ með því að senda SMS-ið „COVID“ í númerið 1900 og gefa þannig 1.900 krónur til styrktar dreifingar bóluefna til fólks í efnaminni löndum.

Færslu forsetans má sjá hér í heild:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert