Sviptur læknaleyfi eftir ónauðsynlegar aðgerðir

Embætti landlæknis.
Embætti landlæknis. Kristinn Ingvarsson

Háls, nef- og eyrnalæknir á Handlæknastöðinni í Glæsibæ hefur verið sviptur læknaleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða.

Grunur var um að læknirinn væri ekki að beita ásættanlegri læknisfræði í aðgerðum sínum og væri að framkvæma ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnu fólki. 

Embætti landlæknis hóf rannsókn á málinu þar sem aðgerðir læknisins á nokkurra mánaða tímabili voru skoðaðar. Vísir greindi fyrst frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert