Hlé á gosi í gígnum frá því á mánudagskvöld

Í Geldingadölum.
Í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Gígurinn er í biðstöðu, menn þurfa að bíða í tvo til þrjá daga í viðbót og sjá hvað gerist,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, síðdegis í gær.

Lengsta hlé á sýnilegri virkni í gígnum í Geldingadölum stóð enn síðdegis í gær, en það hófst um klukkan 23.00 á mánudagskvöld.

Þorvaldur sagði einn möguleikann þann að slokknað hefði á gígnum, en kvika sé að renna út í hraunið. Það muni þá koma einhvers staðar út á einhverjum tímapunkti. Hinn möguleikinn er að draga sé úr gosvirkninni.

Nokkur órói sást á jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli síðdegis í gær en ekki af sama styrk og þegar hraunið bullaði í gígnum. Þorvaldur sagði það geta verið til marks um að efsti hluti gosrásarinnar hefði lokast. Tíminn muni leiða í ljós hvort það hafi gerst tímabundið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert