Tilkynna aðgerðir lögreglu til eftirlitsnefndar

Sema Erla Serdar formaður Solaris.
Sema Erla Serdar formaður Solaris. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Ísland hefur sent tilkynningu til nefndar um eftirlit með lögreglu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi" vegna aðgerðar á vegum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í húsakynnum stofnunarinnar í Hafnarfirði þriðjudaginn 6. júlí 2021.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Semu Erlu Sedar formanns Solaris. Þar segir:

Aðgerðin, sem fólk í sér að starfsmaður Útlendingastofnunar lokkaði tvo umsækjendur um alþjóðlega vernd til stofnunarinnar á fölskum forsendum þar sem þeir voru frelsissviptir, tilkynnt fyrirvaralaust um brottvísun, handteknir, beittir harðræði og ofbeldi af fulltrúum Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda, hefur einnig verið tilkynnt til [u]mboðsmanns Alþingis. Sú kvörtun nær til lögregluyfirvalda sem og Útlendingastofnunar.

Þá segir Sema að það sé á ábyrgð samfélagsins að standa vörð um mannréttindi þeirra, draga valdhafa til ábyrgðar þegar þeir brjóta á þeim sem geta ekki varið sig og taka afstöðu með þeim.

Ofbeldi af hálfu Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda í garð fólks á flótta verður ekki liðið. Vinnubrögð eins og þau sem við urðum vitni að í vikunni mega aldrei endurtaka sig. Nú er komið nóg. Það er kominn tími til að draga valdhafa til ábyrgðar, hreinsa til og koma á nýju, mannúðlegu og réttlátu kerfi fyrir fólk á flótta,“ segir í færslu Semu en þar má sjá til hvaða atriða tilkynningin nær til. 

mbl.is