Götubitahátíðin heppnaðist vonum framar

Götubitahátíðin fór fram í Hljómskálagarðinum um helgina.
Götubitahátíðin fór fram í Hljómskálagarðinum um helgina. mbl.is/Sigurður Unnar

Götubitahátíð Íslands 2021 fór fram síðustu helgi í Hljómskálagarðinum þar sem var haldin keppnin Besti götubiti Íslands í samstarfi við European Street Food Awards.

„Þetta heppnaðist framar vonum, svona miðað við að veðrið var okkur hliðhollt þarna á laugardeginum, sem var í rauninni það eina sem við óskuðum eftir, að fá þarna einn sólríkan dag,“ segir Róbert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

Margt var um manninn og lét fólk stólaleysi ekki stöðva …
Margt var um manninn og lét fólk stólaleysi ekki stöðva sig. mbl.is/Sigurður Unnar

Bar sigur úr býtum annað árið í röð

Dómnefnd skar úr um úrslit eftirtalinna flokka, Besti götubitinn; Besti grænmetisrétturinn og Besti smábitinn, og svo kaus almenningur um Götubita fólksins.

„Svo var þarna keppnin Besti götubiti Íslands í samstarfi við stærstu götubitahátíð í heimi, European Streetfood Awards. Þar sigraði Silli kokkur sem besti götubitinn annað árið í röð,“ segir Róbert.

mbl.is/Sigurður Unnar

„Það var almenn götubitahátíðarstemning í Hljómskálagarðinum, sem var ný staðsetning í ár sem var frábært að prófa.“ Áður hafði götubitahátíðin verið haldin á Miðbakkanum síðan hátíðin var sett á laggirnar árið 2019. Róbert sagði nýju staðsetningu hátíðarinnar smellpassa.

Dómnefndina skipuðu Óli Óla veitingamaður, Binni Löve áhrifavaldur, Helgi Svavar matgæðingur, Shruthi Basapa frá Grapevine og Sefanía Thors húsmóðir.

Alls tóku 20 aðilar þátt í keppninni og yfir 15.000 manns mættu á hátíðina.

Afþreying var í boði fyrir alla aldurshópa.
Afþreying var í boði fyrir alla aldurshópa. mbl.is/Sigurður Unnar

Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Besti götubiti Íslands 2021 (Top 3)

1.     Silli kokkur

2.     Reykur BBQ

3.     Just Wingin It - Vængjavagninn

Besti grænmetisrétturinn 2021

Chikin

Besti smábitinn 2021

Chikin

Götubiti fólksins 2021

Just Wingin It – Vængjavagninn

mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is/Sigurður Unnar
mbl.is