44% á aldrinum 18-29 ára

Af upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Af upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. mbl.is/Árni Sæberg

Af þeim 223 sem sitja nú í einangrun eru 100 á aldrinum 18-29 ára. Þetta kemur fram á upplýsingavefnum covid.is, en hlutfallslega skipar sá aldurshópur því 44% af þeim sem hafa verið settir í einangrun.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur staðfest að flest smitanna tengist annars vegar skemmtistöðum í Bankastræti og hins vegar Lundúnaferð hóps ungmenna. Það gæti skýrt hvers vegna samþjöppun í aldursdreifingu einangraðra sé svo mikil.

Djamm og hátíðir kunni að valda þúsundum smita

Í ljósi vaxandi fjölda smita síðustu daga hefur verið kallað eftir takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða og banni við útihátíðum á borð við Þjóðhátíð. Þar sé meiri hætta en annars staðar á hópsmiti, sér í lagi meðal yngra fólks.

Í samtali við mbl.is sagði Þórólfur slíkar takmarkanir til umræðu: „Á stað eins og Þjóðhátíð get­ur einn ein­stak­ling­ur fengið ansi mikið og út­breitt smit eft­ir eina helgi sem væri mjög erfitt að eiga við. Við gæt­um fengið hundruð og þúsund­ir smita eft­ir slíkt.“  

mbl.is