Talsverð óvissa í hraunmælingunum

Eldgos í Geldingadölum.
Eldgos í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gosið í Geldingadölum hefur greinilega farið minnkandi, að mati Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman,“ segir í frétt stofnunarinnar.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, telur óvarlegt að fullyrða á þessu stigi að verulega hafi dregið úr eldgosinu. Hann bendir á að talsverð ónákvæmni sé í mælingum á vexti hraunsins og þar með kvikuframleiðni. M.a. vanti góða mælingu á því hvað hafi gerst undanfarið utan Meradala.

Hann segir ljóst að yfirborð hraunsins í Meradölum hafi hækkað um meira en sex metra á síðustu þremur vikum. Því hafi minnst sex milljónir rúmmetra bæst við hraunið þar. Sé því dreift á tímabilið frá 26. júní til 19. júlí hafi flæðið í Meradali verið um 3 m3/sek. Það sem umfram er hafi þá leitað annað. Þorvaldur bendir einnig á að tölur um rúmmál hraunsins gefi ekki rétta mynd af kvikuflæðinu.

„Það er mikið af holrúmum í hrauninu og þetta gæti verið 20-25% ofmat. Innan við 500 metra frá gígunum getur verið mikið um skelhraun. Þá myndast þunn skel yfir holrýmum sem geta verið allt að 80% af rúmmáli hraunsins. Þessi þunna skel getur verið 3-4 sentimetra þykk og holrúm þar undir. Það er stórhættulegt að ganga á þessu því skelin getur brotnað undan manni,“ segir Þorvaldur í  umfjöllun um eldgosið á Reykjanesskaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »