Tómar hillur á Egilsstöðum

mbl.is/Ari Páll

Fjölmargar hillur standa nú tómar í verslun Nettó á Egilsstöðum. Þetta sumarið hefur gjörvallt Austurlandið og sér í lagi Egilsstaðir fengið besta veðrið og landsmenn flykkjast þangað í stórum stíl í útilegur og sumarfrí. 

Þegar blaðamann mbl.is bar að garði í Nettó síðdegis stóðu margar hillur og skápar tóm. Þá var helst vöntun á kjötmeti, morgunkorni, brauðmeti og grillvörum.

Flest allt brauðmeti kláraðist í versluninni rétt eftir hádegi.
Flest allt brauðmeti kláraðist í versluninni rétt eftir hádegi. mbl.is/Ari Páll

Man ekki eftir slíkum fjölda

Starfsmaður Nettó á Egilsstöðum segir þetta hafa verið annasaman dag í versluninni, „það er brjálað að gera inni í búð, ég hreint út sagt man ekki eftir svona miklum fjölda“.

Tómir skápar og hillur í Nettó á Egilsstöðum.
Tómir skápar og hillur í Nettó á Egilsstöðum. mbl.is/Ari Páll
mbl.is