Roksala á metangasi en efnisöflun erfið

Nokkrir bílar Norðurorku og strætó sem nota metangasið.
Nokkrir bílar Norðurorku og strætó sem nota metangasið. Ljósmynd/Norðurorka

Sala á metangasi hefur rokið upp á Akureyri undanfarna mánuði. Á sama tíma og sölutölur eru á áður óþekktu flugi upp á við eru óþekkt vandkvæði í gangi við framleiðsluna sem annar ekki aukinni sölu með þeim gæðum sem til er ætlast.

Miklir og langvarandi þurrkar eru líkleg skýring. Norðurorka hefur annast framleiðslu á metangasi úr gömlu sorphaugunum á Glerárdal frá árinu 2014.

Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir að menn hafi velt vöngum yfir ástæðum þess að framleiðslan nær ekki að svara auknu magni. „Þurrkarnir sem einkennt hafa veðurfar norðan heiða undanfarnar vikur virðast vera stór áhrifavaldur í þessu,“ segir Helgi. Moldarþekja ofan á haugunum virðist ekki vera næg.

Samkvæmt spálíkani sem gert var á sínum tíma átti magn til vinnslu í haugunum að vera nægilegt í það minnst til ársins 2030 og í besta falli til ársins 2040,“ segir Helgi í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »