John Snorri náði á topp K2

John Snorri Sigurjónsson.
John Snorri Sigurjónsson. Af Facebook-síðu John Snorra

John Snorri Sigurjónsson og Ali Sadpara náðu á topp pakistanska tindsins K2 áður en þeir létust á leiðinni niður af tindinum í febrúar síðastliðnum. Frá þessu greinir minningareikningur um Sadpara á Twitter, sem sonur hans og fleiri halda úti. 

Lík Johns Snorra, Alis og Juans Pablos Mohr fundust á tindinum fyrr í vikunni, rétt ofan við flöskuhálsinn svokallaða. 

Í færslunni segir að Sajid Sadpara, sonur Alis, hafi komið líkunum á öruggan stað. Ekki sé hægt að sækja líkin strax en stefnt sé að því að gera það síðar þegar öryggi er meira.

Í færslunni kemur einnig fram að staðsetning kaðla og annars búnaðar staðfesti að þremenningarnir hafi náð á topp K2 en króknað úr kulda á leið sinni niður. Fjölskylda Johns Snorra hafði áður sagt í yfirlýsingu að vísbendingar væru um að mennirnir hefðu náð á toppinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert