Uppfærðar tölur: 122 smit innanlands

Sýnataka við Suðurlandsbraut.
Sýnataka við Suðurlandsbraut. mbl.isOddur

Alls greindust 122 kórónuveirusmit í gær og þrjú smit á landamærum, þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, við mbl.is.

Fyrr í dag var gefið út að 115 smit hefðu greinst innanlands og eitt á landamærum en þá kom fram að möguleiki væri á að þær tölur gætu hækkað þar sem metfjöldi sýna var tekinn í gær.

Alls eru nú 852 í ein­angr­un og 2.243 í sótt­kví. Sjö eru á sjúkra­húsi.

Fjöl­mörg sýni voru tek­in inn­an­lands í gær. 4.454 sýni voru tek­in við ein­kenna­sýna­töku, 506 sýni voru tek­in á landa­mær­un­um og 1.481 sýni var tekið við sótt­kví­ar- og handa­hófs­skiman­ir. Fleiri sýni hafa ekki verið tek­in frá því að far­ald­ur­inn hófst hér á landi. 

Hlut­fall já­kvæðra sýna held­ur áfram að lækka og var 2,27% í gær en 3,73% í fyrra­dag.

mbl.is