Ófrískar konur haldi sínu striki

Kamilla S. Jósefsdóttir.
Kamilla S. Jósefsdóttir. Ljósmynd/Almannavarnir

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, sagðist á upplýsingafundi Almannavarna eiga erfitt með að svara því hvers vegna fólk hrópar ókvæðisorð að fólki að ósekju.

Þetta sagði hún spurð út í atvik við Suðurlandsbraut í morgun þegar kona var handtekin þar sem þungaðar konur biðu í röð eftir því að komast í bólusetningu. 

Verja bæði sig og börnin

„Þið eruð að drepa börn­in okk­ar,“ er á meðal þess sem kon­an mun hafa sagt viðstödd­um.

Kamilla sagði ófrískar konur vera að leitast við að verja bæði sig og ófædd börnin sín gegn smiti. Ef kona smitist seint á meðgöngu sé hætt við því að barnið smitist líka.

„Ég hvet þær til að halda sínu striki og vonast til að fleiri fylgi þeirra fordæmi,“ sagði hún og bætti við: „Hvað á maður að segja við fólk sem segir svona? Ég á ekki svör við því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert