PCR-prófin fæla ferðamenn frá

Ferðamenn á leið í hvalaskoðun á Húsavík.
Ferðamenn á leið í hvalaskoðun á Húsavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill samdráttur hefur orðið í bókunum hjá mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi síðastliðna viku. Nemur samdrátturinn í sumum tilvikum mörgum tugum prósenta.

Tölur sem Morgunblaðið hefur skoðað hjá einu umsvifamesta markaðstorgi landsins sem þjónustar yfir þúsund íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sýna að samdrátturinn er verulegur.

Þegar aðilar á markaðnum eru spurðir hvað kunni að skýra þennan mikla samdrátt rekja flestir breytta hegðun ferðamanna til ákvörðunar sem kynnt var 19. júlí síðastliðinn þess efnis að allir sem hingað leggja leið sína, einnig bólusettir ferðamenn, þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi við komuna til landsins, ætli þeir að losna við að sæta sóttkví.

Í vikunni sem tilkynningin barst (mánudag) nam samdrátturinn hjá fyrrnefndu markaðstorgi 33%. Í kjölfar tilkynningar ríkisstjórnarinnar um hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands, sem bar upp á föstudaginn 23. júlí, hefur samdrátturinn samkvæmt tölum markaðstorgsins numið öðrum 33%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »