56 flutningar vegna Covid-19

Mikið var um að vera síðasta sólarhringinn hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Slökkvilið sinnti alls 155 flutningum síðasta sólarhringinn, þar af 27 forgangsútköllum og 56 flutningum vegna Covid-19. Er fjöldinn mikill fyrir helgi að sögn slökkviliðs. 

Þá sinnti slökkvilið tveimur minniháttar útköllum á dælubílum. mbl.is