Lést í haldi lögreglu í nótt

Lögregla segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar …
Lögregla segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á fertugsaldri lést í haldi lögreglu eftir að hafa verið handtekinn í austurbæ Reykjavíkur um tvöleytið í nótt. Lögreglubíll var á leið sinni á sjúkrahús þegar maðurinn fór í hjartastopp og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. 

Þær báru ekki árangur og maðurinn var úrskurðaður látinn við komuna á Landspítalann, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. 

Lögregla og sjúkralið höfðu verið kölluð til vegna gruns um mann í annarlegu ástandi. 

Héraðssaksóknara hefur verið gert viðvart um málið, eins og lög kveða á um. 

Tilkynningu lögreglu lýkur á þeim orðum að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert