Slasaðist í Úlfarsfelli og sótt með þyrlu

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Kalla þurfti út þyrlu Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn þegar kona slasaðist á fæti á Úlfarsfelli á tíunda tímanum í kvöld. Varðstjóri slökkviliðs segir að meiðsli konunnar hafi verið minniháttar, en samt með þeim hætti að hún gat ekki gengið.

Konan var við göngu vestanmegin í fellinu þar sem þekktar gönguleiðir eru. 

„Já, þetta var minniháttar slys svo sem en það er mjög erfitt aðgengi á þessu svæði og þess vegna erum við með þennan mikla viðbúnað,“ segir varðstjóri slökkviliðis við mbl.is. 

Þyrla gæslunnar var í loftinu á leið með konuna á sjúkrahús þegar mbl.is ræddi við hann. 

mbl.is