Ekki fleiri vegabréf gefin út síðan 2018

Í júlí voru 4.143 íslensk vegabréf gefin út.
Í júlí voru 4.143 íslensk vegabréf gefin út. mbl.is/Hjörtur

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá voru 4.143 íslensk vegabréf gefin út í júlí 2021. Í júlí á síðasta ári voru einungis gefin út 1.218 vegabréf.

Útgefnum vegabréfum fjölgaði því um 2.925 á milli ára eða um 240%.

Fleiri vegabréf hafa ekki verið gefin út síðan í júní 2018 en útgefin vegabréf í þeim mánuði voru samtals 4.231.

Hér fyrir neðan má sjá töflu frá Þjóðskrá sem sýnir fjölda útgefinna vegabréfa eftir mánuði frá árinu 2011.

mbl.is