Mikill erill hjá slökkviliðinu í kvöld

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Eggert

Mikill erill hefur verið á vakt slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Slökkviliðið hefur sinnt fjórum útköllum á dælubíl í kvöld og fjölda Covid-sjúkraflutninga og almennra sjúkraflutninga. 

Vatnsleki kom upp í íbúð í Vesturbænum, þegar hitavatnslögn gaf sig. Töluverðar skemmdir urðu á íbúðinni. 

Slökkviliðið fór einnig í tvær reykræstingar, eina í Vesturbænum og aðra í Breiðholti, en í bæði skipti kviknaði í út frá eldamennsku. 

Að lokum hreinsaði slökkviliðið olíuleka í Austurbænum eftir að þar lak olía af bíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert