Ímyndaði sér að hún sæi Ísland

Þegar hún svo kom að Íslandi fór það ekki á …
Þegar hún svo kom að Íslandi fór það ekki á milli mála, að hennar sögn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Zara Rutherford, nítján ára flugkonan sem ætlar sér að vera yngst kvenna til að fljúga umhverfis heiminn, kvaðst uppgefin en jafnframt hamingjusöm að vera komin til Íslands.

Flugið hingað frá Bretlandi segir hún hafa verið frekar tilbreytingarsnautt enda lítið að sjá annað en hafið í margar klukkustundir.

Rutherford lýsti því hvernig hún hafði upplifað einskonar sjónhverfingar í fluginu þar sem hún ímyndaði sér ítrekað að hún sæi til lands. Þegar hún svo kom að Íslandi fór það ekki á milli mála, að hennar sögn.

Vestmannaeyjar, fjöll og eldgos

„Ég sá fjöllin framundan og fallegan lítinn eyjaklasa með húsum á,” segir hún og á þá við Vestmannaeyjar.

Rutherford hafði hlakkað til að fljúga yfir eldgosið og olli það engum vonbrigðum. Fyrir tveimur mánuðum gekk hún að gosinu í heimsókn sinni til landsins með fjölskyldunni en það kom henni á óvart hve mikið hafði breyst.

„Hraunið er búið að breiða úr sér yfir svo stórt svæði, þú sérð ekkert þessu líkt í Belgíu.”

Það kom Rutherford á óvart hve mikil breyting hafði orðið …
Það kom Rutherford á óvart hve mikil breyting hafði orðið á eldgosinu á skömmum tíma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mun bæta heimsmetið um rúman þriðjung

Zara Rutherford er nítján ára og ætlar sér að verða yngsta konan til að fljúga umhverfis hnöttinn, ein síns liðs. Yngsti maðurinn var átján ára en yngsta konan til var þrítug þegar hún afrekaði þetta og lítur því út fyrir að Rutherford muni bæta heimsmetið um rúman þriðjung.   

Rutherford lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær og var það þriðji áfangastaðurinn af fimmtíu og tveimur. Hún lýsti tifinningunni sem sérkennilegri þegar hún steig fæti á jörðu eftir fimm klukkustundir í háloftunum.

Flugið til Íslands var það lengsta sem Rutherford hefur flogið til þessa. Hún á þó framundan enn lengri flug.

Yngsta konan, til þessa, var þrítug þegar hún afrekaði að …
Yngsta konan, til þessa, var þrítug þegar hún afrekaði að fljúga umhverfis hnöttinn og lítur því út fyrir að Rutherford muni bæta heimsmetið um tæplega helming. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einna erfiðast að þvera Atlantshafið

Rutherford var boðið í grill með íslenskum flugmönnum en hún hafði einmitt vonast til þess að fá að kynnast ungum íslenskum konum í flugmennsku í öllum þeim löndum sem hún mun koma til. Með ferðalagi sínu vill hún vekja áhuga ungra stúlkna á flugi.

Í dag heldur Rutherford til Grænlands og því næst til Kanada. Hún segist hlakka til að lenda í Kanada því þar með verði einum erfiðasta áfanga ferðarinnar lokið, að þvera Atlantshafið.

Zara Rutherford lýsti tilfinningunni sem sérkennilegri þegar hún steig til …
Zara Rutherford lýsti tilfinningunni sem sérkennilegri þegar hún steig til jarðar úr háloftunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert