Allir á gjörgæslu í öndunarvél

Á gjörgæslu eru nú fimm sjúklingar og eru þeir allir í öndunarvél, tveir eru óbólusettir. Fækkar um einn á gjörgæslu á milli daga. Sjúklingum á legudeildum Landspítala með Covid-19 fjölgar um einn á milli daga og eru þeir 22. 

Þetta kemur fram á vef Landspítala.

17 sjúklingar liggja á bráðalegudeildum spítalans og eru 6 þeirra óbólusettir. Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

Virkum smitum fækkar um sex en þau eru nú 946, þar af 226 börn. Tveir sjúklingar eru metnir rauðir og 24 einstaklingar gulir og þurfa nánara eftirlit.

13 starfsmenn spítalans eru í einangrun með veiruna, 23 í sóttkví A og 116 í vinnustaðasóttkví. 

 Töl­fræði Land­spít­ala frá upp­hafi fjórðu bylgju far­ald­urs­ins: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert