Magnar upp hljóðin í hafinu

Steypt innbjúg skál safnar hljóðum hafsins og magnar þau upp.
Steypt innbjúg skál safnar hljóðum hafsins og magnar þau upp. mbl.is/Sisi

Listaverkið Sjávarmál hefur verið sett upp á sjávarkambinum á Eiðsgranda í Reykjavík. Verkið var valið úr sjötíu innsendum tillögum um nýtt útilistaverk í Vesturbænum. Höfundar listaverksins eru arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund.

Niðurstaða dómnefndar, sem birt var í fyrrasumar, er sú að Sjávarmál sé einstakt verk sem skapi spennandi umhverfi og fjalli um aðkallandi viðfangsefni um leið og það uppfylli öll skilyrði samkeppninnar um að auðga mannlíf í Vesturbænum.

Verkið er á Eiðsgranda til móts við Keilugranda, vestan megin við dælustöðina og blasir við hafi. Ekkert annað útilistaverk er á þessu svæði og nýja verkið er talið auka notagildi og aðdráttarafl svæðisins fyrir íbúa og þá sem þar eiga leið um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »