Myndskeið: „Dregur jafnt og þétt úr rennslinu“

Jökulhlaupið í Skaftá er áfram í rénun en að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvásérfræðings á Veðurstofu Íslands, var hámarksrennsli náð við Sveinstind í gærmorgun, um 1.500 rúmmetrar á sekúndu. 

„Síðan þá hefur verið nokkuð jafnt rennsli í um sólarhring og nú er það heldur lækkandi,“ segir Einar í samtali við mbl.is.

Ljósmyndari mbl.is tók þessar drónamyndir af hlaupinu í dag en viðbúið er að vatnið muni halda áfram að dreifa úr sér um láglendið á næstu dögum.

Viðbúið er að vatnið muni halda áfram að dreifa úr …
Viðbúið er að vatnið muni halda áfram að dreifa úr sér um láglendið á næstu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það dregur jafnt og þétt úr rennslinu og hefur gert í allan dag,“ segir Einar og bætir við að rennsli við Sveinstind sé nú um 860 rúmmetrar á sekúndu. 

Við Kirkjubæjarklaustur mælist rennslið um 220 rúmmetra á sekúndu og hefur verið þannig í nokkra daga að sögn Einars.

„Það mun taka einhverja daga fyrir vatnsrennslið að verða aftur eðlilegt.“

mbl.is