Slökkviliðið bjargaði ketti utan af húsi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast í kvöld.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkur erill hefur verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins það sem af er kvöldi en meðal verkefna þess var að bjarga ketti úr hættu.

Kötturinn hafði fest sig í klæðningu utan á húsi á fjórðu hæð í Hafnarfirði. Þá þurfti slökkviliðið að athuga bílveltu í Mosfellsbæ og slökkva í tveimur blaðagámum sem hafði kviknað í.

Þá var ein íbúð í Kópavogi reykræst eftir að nokkur reykur hafði blossað upp í henni. Ásamt öllu þessu var mikill erill í sjúkraflutningum samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins.

mbl.is