Olíubíll valt á Efri-Jökuldal

Olíubíllinn valt við Arnórsstaði á Efri-Jökuldal.
Olíubíllinn valt við Arnórsstaði á Efri-Jökuldal. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Olíubíll fór út af veginum og valt við Arnórsstaði á Efri-Jökuldal fyrr í dag. Ökumaðurinn var fluttur á brott í sjúkrabíl og síðar með sjúkraflugi suður.

Fréttaritari mbl.is á svæðinu segir að olíuleki úr bílnum sé minniháttar, en að slökkvilið hafi komið á svæðið og verið sé að vinna að því að ná olíu úr bílnum.

Segir hann að svo virðist vera sem að vegkanturinn hafi gefið sig, en umtalsverð umferð hefur verið inn dalinn síðustu ár vegna áhuga á Stuðlagili. Sé vegurinn því nokkuð illa farinn. 

Ökumaðurinn var fluttur í burtu í sjúkrabíl.
Ökumaðurinn var fluttur í burtu í sjúkrabíl. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert