Íbúðin gríðarlega illa farin

Varðstjóri segir að um altjón sé að ræða.
Varðstjóri segir að um altjón sé að ræða. mbl.is/Ragnhildur

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk störfum á vettvangi í Bríetartúni um níuleytið í kvöld en eldur kom upp í íbúð á annarri hæð íbúðarhúss um hálf átta.

Í samtali við mbl.is segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að vel hafi gengið að ná tökum á eldinum en íbúðin sé gríðarlega illa farin og um sé altjón að ræða.

mbl.is/Unnur Karen

„Það var ekkert rosalega mikill eldur þegar að var komið þó þetta liti mjög illa út. Þannig að það gekk mjög fljótt og vel að slökkva,“ segir varðstjóri.

Varðstjóri gat ekki staðfest að engin hafi verið í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði en enginn skaðaðist þó. 

Hann segir að líklega hafi kviknað út frá hleðslu á rafmagnshlaupahjóli en lögreglan mun rannsaka vettvang.

mbl.is/Unnur Karen
mbl.is