Tröllvaxinn kúpusvarmi í Breiðholti

Kúpusvarminn sem fannst nýlega er sá þriðji sem finnst hérlendis.
Kúpusvarminn sem fannst nýlega er sá þriðji sem finnst hérlendis. Ljósmynd7Erling Ólafsson

Fágætur kúpusvarmi fannst á gangstíg í Breiðholti viku af september, en undanfarið hefur borist töluvert af fiðrildum til landsins frá Evrópu með hlýjum loftstraumum. Á facebooksíðunni Heimur smádýranna, sem Erling Ólafsson skordýrafræðingur heldur úti, segir að þetta sé aðeins í þriðja skiptið sem kúpusvarmi finnist hér á landi.

Þar segir að kúpusvarmi sé tröllvaxinn með 12,5 sentimetra vænghaf og mikinn búk sveran á við þumalfingur. Hann hafi glæsilegt hauskúpumerki á frambol.

Sá fyrsti á Breiðamerkursandi

Á pödduvef Náttúrufræðistofnunar kemur fram að kúpusvarmi er útbreiddur í gervallri Afríku, á Arabíuskaganum og austur til Kaspíahafs og Írans. Einnig er hann syðst í Evrópu og flækingur norður eftir álfunni allt til Norður-Noregs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert