Hvorugur með undirliggjandi sjúkdóma

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir tveir sem eru á gjörgæslu með Covid-19 og í öndunarvél eru hvorugir með undirliggjandi sjúkdóma. Annar sem liggur inni er í kringum fertugt en hinn er eldri.

Ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið bólusettir við veirunni, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Alls liggja átta á sjúkrahúsi með Covid-19. Fimm voru lagðir inn um helgina en á móti voru einhverjir útskrifaðir.

25 greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, þar af voru 11 í sóttkví. Þórólfur segir þennan fjölda vera svipaðan og verið hefur undanfarið. Þeir sem greindust voru að greinast víðs vegar um landið og eru á ýmsum aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert