Fljúgandi furðuhluturinn sagður vera eldflaug

Nánar tiltekið sagði Stjörnu-Sævar að um væri að ræða eldflaug …
Nánar tiltekið sagði Stjörnu-Sævar að um væri að ræða eldflaug af gerðinni Atlas V, sem var skotið upp fyrr í dag til að koma fyrir gervitungli af gerðinni Landsat 9. Ljósmynd/Atli Þór Jónsson

Fljúgandi furðuhluturinn er eldflaug að losa sig við eldsneyti eftir að hafa komið fyrir gervitungli í dag. Ástæða birtunnar er að sólin lýsir upp eldsneytið, að sögn Sævars Helga Bragasonar, betur þekkts sem Stjörnu-Sævar.

Hann greindi frá þessu á Twitter-aðgangi sínum í svari til Atla Þórs Jónssonar, sem vildi vita hvaða furðuhlutur það væri sem hefur fangað athygli margra í kvöld.

Nánar tiltekið sagði Sævar að um væri að ræða eldflaug af gerðinni Atlas V, sem var skotið upp fyrr í dag til að koma fyrir gervitungli af gerðinni Landsat 9. 

Það virðist koma heim og saman við umfjöllun BBC í dag þar sem greint var frá því að koma ætti fyrir gervitunglinu Landsat 9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert