Gróðursettu 4.000 tré á svæði sem brann

Frá gróðursetningu rótarskotanna í Heiðmörk 2021.
Frá gróðursetningu rótarskotanna í Heiðmörk 2021. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Á dögunum gróðursetti björgunarsveitarfólk ásamt sjálfboðaliðum frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur um 4.000 rótarskot í Heiðmörk, við svæði sem varð illa úti í gróðureldum í vor.

Greint er frá þessu í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Mikill gróðureldur kveiknaði við Hnífhól í suðvesturhluta Heiðmerkur 4. maí síðast liðinn. Miklir þurrkar höfðu verið vikurnar á undan og gróður orðinn mjög þurr. Svæðið sem brann var rúmlega 50 hektarar fjarri alfaraleið og því erfitt aðgengi fyrir viðbragðsaðila.

Snjóbílar voru notaðir til að flytja bæði plöntur og mannskap …
Snjóbílar voru notaðir til að flytja bæði plöntur og mannskap um skóglendið. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarsveitir voru kallaðar út með tæki til að aðstoða við að flytja búnað og mannskap til slökkvistarfa á svæðinu. Notaðir voru snjóbílar og sexhjól til flutninga yfir kjarrlendið að gróðureldunum sem komu að góðum notum við flutning á þungum búnaði og þreyttum mannskap sem barðist við eldana.

Snjóbílarnir voru einnig notaðir til að einalda verkefnið sem gróðursetning rótarskotanna var og þeir notaðir til að flytja bæði plöntur og mannskap um skóglendið.

Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóg við gróðursetningu rótarskotanna.
Fjöldi fólks hefur lagt hönd á plóg við gróðursetningu rótarskotanna. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Um er að ræða rótarskot sem björgunarsveitir seldu um síðustu áramót undir merkjunum Skjótum rótum þar sem fólki var boðið að kaupa tré sem gróðursett yrðu víða um landið en um leið að styðja við starf björgunarsveita.

Fleiri rótarskot hafa verið gróðursett víða um landið.

mbl.is