Annað bátskuml fundið á Seyðisfirði

Í kumlinu eru auk mannabeina bein hests og hunds.
Í kumlinu eru auk mannabeina bein hests og hunds.

Annað bátskuml virðist komið í ljós við fornleifauppgröftinn sem nú stendur yfir á Seyðisfirði. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur, sem stjórnar rannsókninni, staðfesti í gær að þetta væri að öllum líkindum bátskuml. Fyrra bátskumlið fannst fyrir nokkrum dögum og voru þar tennur úr manni, bein úr hesti, spjót, næla, járnmunir og fleiri gripir. Bátskuml höfðu ekki áður fundist á Austurlandi. Þau eru talin vera frá því um miðja tíundu öld. Kuml er heiti yfir grafreit frá því fyrir kristnitöku. Svo virðist sem kumlin séu nokkur á svæðinu.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Í næstu viku mun átta manna hópur fornleifafræðinga á vegum Antikva starfa við uppgröftinn en síðan verður gert hlé. Næsta sumar stendur til að hefja uppgröft á bæjarhólnum á landnámsjörðinni sem þarna er rétt við kumlin. Við rannsóknina í sumar og forkönnun áður hefur komið í ljós að margvíslegar minjar um búsetu frá löngu tímaskeiði eru á svæðinu þar sem fornleifafræðingarnir eru að athafna sig og bíða þær frekari rannsóknar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert