Dansar úr öllum heimshornum á fjölmenningarhátíð

Dansar úr öllum heimshornum.
Dansar úr öllum heimshornum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hugmyndin að hátíðinni kemur frá verkefninu „velkomin í hverfið“, fyrir fólk sem er nýtt á Íslandi, jafnvel með börn sem eru að byrja í skóla eða leikskóla. Þá eru haldnir fundir úti í skóla og svo hittum við þau í samfélagshúsunum okkar og tengjum þau inn frístundir, íþróttir og annað samfélagslegt,“ útskýrir Lena Vidrö, hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða í Reykjavík, um upprunna hugmyndarinnar af fjölmenningahátíðinni sem fram fór í gær í samfélagshúsinu á Aflagranda. 

Mikið fjör, þátttakendur á öllum aldri.
Mikið fjör, þátttakendur á öllum aldri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þjónustumiðstöðin heldur utan um verkefnið sem styrkt var af íbúaráði Vesturbæjar. Lena segir mætinguna hafa verið afar góða þar sem fólk á öllum aldri og frá ýmsum menningarheimum kom saman. 

Matarsmakk var i boði frá Rússlandi, Lettlandi, Lithén, Tryklandi og Íslandi, allt frá fólki sem tók þátt í velkomin í hverfið. Boðið var upp á danskennslu frá Kramhúsinu og sýningu frá Salsa Iceland og Maggi tálgari kenndi réttu handtökin við tálgun. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikskólinn Drafnasteinn söng sem og litháenska söngkonan Renata, ljósmyndasýning Þórdísar Erlu Ágústsdóttur, matarvagnar, leikvöllur, tálgun og margt fleira. 

Krakkar frá frístundinni Frosta og Skýjaborgum voru meðal gesta. 

Mikill áhugi á dansi.
Mikill áhugi á dansi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kleinur í bland við smakk frá öðrum löndum.
Kleinur í bland við smakk frá öðrum löndum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Tálgað, ungur nemur, gamall temur.
Tálgað, ungur nemur, gamall temur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is