Var andlega og líkamlega gjaldþrota

Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/Eggert

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air, segist hafa verið andlega og líkamlega gjaldþrota eftir að flugfélagið fór í þrot árið 2019.

Í viðtali við Fréttablaðið segir hann að fall WOW air megi rekja til þess að hann hafi farið of geyst.

„Ég fór að máta félagið við sjálfan mig, frægðina, uppganginn og arðinn, frekar en að vera trúr upphaflegu lággjaldastefnunni eins og Ryanair og Wizzair hafa gert alla tíð,“ segir hann.

Skúli byggir nú upp ferðaþjónustu í Hvammsvík og leika sjóböð þar stórt hlutverk. Opnun er fyrirhuguð næsta vor.

mbl.is