3.000 nýjar íbúðir án tafa

Ráðhúsið.
Ráðhúsið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur leggja til að borgin hefji sérstaka flýtimeðferð til þess að greiða fyrir uppbyggingu 3.000 íbúða í höfuðborginni.

Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun, en í henni er gert er ráð fyrir skipulagi Keldnalands og Keldnaholts verði hraðað svo þar megi byggja 2.000 íbúðir fyrsta kastið. Eins verði upphaflegt skipulag Úlfarsárdals tekið í gagnið og skipulag BSÍ reitarins sett af stað aftur, en byggja megi 500 íbúðir í hvoru hverfi.

Aðilar vinnumarkaðar ánægðir

Í samtali Morgunblaðsins við aðila vinnumarkaðarins kemur fram ánægja með tillöguna, sem haft getur mikil áhrif á komandi kjarasamninga. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, minnir á að enn eigi eftir að efna ýmis fyrirheit lífskjarasamninga og að þar leiki húsnæðismál lykilhlutverk. Mikil húsnæðisekla, ekki síst í Reykjavík, hafi þrýst upp verði, aukið verðbólgu og haft áhrif á vexti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »