Áfram þrenging í Lækjargötu

Nýja hótelið, Hótel Reykjavík saga, mun setja svip sinn á …
Nýja hótelið, Hótel Reykjavík saga, mun setja svip sinn á götuna. Stefnt er að opnun þess næsta vor. mbl.is/sisi

Reykjavíkurborg hefur framlengt afnotaleyfi til að þrengja að umferð við Lækjargötu og Vonarstræti vegna framkvæmda við byggingu hótels við Lækjargötu 12 fram til til 30. apríl 2022. Þetta kemur fram á borgarvefsjá. Vestari akrein Lækjargötu var lokað í mars 2019 vegna framkvæmdanna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Íslandshótel hyggjast opna 18. hótelið í keðjunni, Hótel Reykjavík Saga, í Lækjargötu næsta vor. Þar verða 129 herbergi, veitingastaður og aðstaða til að skoða fornminjar. Traust verktak, eða TVT ehf., er byggingaverktaki. Bygging hótelsins er vel á veg komin en opnunin verður tveimur árum síðar en upphaflega var áætlað. Ásamt kórónuveirufaraldrinum setti fornleifauppgröftur strik í reikninginn hvað framkvæmdahraða varðar.

Samgöngustjóri borgarinnar hefur samþykkt óbreytta umferð í kringum vinnusvæðið innan umbeðins tíma, þ.e. til loka apríl á næsta ári. Í millitíðinni muni borgin og fulltrúar leyfishafa í sameiningu láta teikna upp borgarlandið innan vinnusvæðisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert