Skotmálið fellt niður

Skotgöt á skrifstofu Samfylkingarinnar.
Skotgöt á skrifstofu Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Embætti héraðssaksóknara hefur fellt niður mál gegn fyrrverandi lögreglumanni sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið úr byssu á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og á skrifstofur Samfylkingarinnar.

Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. 

Ákvörðunin um að fella niður málið byggir á ákvæði sakamálalaga um að lögreglan geti hætt rannsókn ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram.

Maðurinn er sagður hafa verið handtekinn eftir að myndum úr eftirlitsmyndavélum úr nærliggjandi götum var aflað. Hvorki þær né önnur sönnunargögn voru taldar duga til sakfellingar. Maðurinn hefur ávallt neitað sök.

Niðurfelling málsins tekur ekki til meintra brota mannsins á vopnalögum.

mbl.is