Rakel hættir hjá RÚV

Rakel Þorbergsdóttir lætur af störfum sem fréttastjóri RÚV.
Rakel Þorbergsdóttir lætur af störfum sem fréttastjóri RÚV.

Rakel Þorbergsdóttir hefur ákveðið að láta af starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins um næstu áramót, en hún hefur gegnt því starfi frá í apríl 2014. Frá þessu er greint í tilkynningu frá RÚV. 

Starf fréttastjóra verður auglýst laust til umsóknar fljótlega á nýju ári. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra frá því að Rakel lætur af störfum um áramótin og þar til nýr fréttastjóri hefur verið ráðinn.

Fram kemur í tilkynningunni að Rakel hafi unnið á fréttastofum RÚV í 22 ár. „Ákvörðun mín var því ekki auðveld, fréttastofan er frábær vinnustaður en það er öllum hollt að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ er haft eftir henni. Segist Rakel kveðja félaga sína með söknuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert