Hval rak á land í Reynisfjöru

Hvalinn rak á land í Reynisfjöru í morgun.
Hvalinn rak á land í Reynisfjöru í morgun. Ljósmynd/Antoine Cord Yeah

Hval rak á land í Reynisfjöru í morgun. Antoine Cord Yeah, leiðsögumaður sem var á ferð á svæðinu, segir í samtali við mbl.is að hvalurinn sé í raun á fjölfarnasta staðnum þar sem ferðamenn komi sem sæki fjöruna. Hann sé í flæðarmálinu undir hellinum sem ferðamenn skoði jafnan.

Antoine segist hafa heyrt í lögreglunni sem ekki hafi verið búin að fá fréttir af hvalnum og þá hafi heldur enga lykt verið að finna af hvalnum.

Engin lykt er enn komin af hræinu.
Engin lykt er enn komin af hræinu. Ljósmynd/Antoine Cord Yeah
Hvalurinn er á einum vinsælasta ferðamannastað landsins.
Hvalurinn er á einum vinsælasta ferðamannastað landsins. Ljósmynd/Antoine Cord Yeah
mbl.is