Metfjöldi smita – 200 talsins

Röð í sýnatöku.
Röð í sýnatöku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

200 greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær en um met­fjölda smita er að ræða á ein­um degi. Áður höfðu mest 178 greinst inn­an­lands í fyrra­dag.

77 voru í sótt­kví við grein­ingu. Átta smit greind­ust á landa­mær­un­um, þar af bíða tveir mót­efna­mæl­ing­ar.

18 eru á sjúkra­húsi, þar af fjór­ir á gjör­gæslu. Nýgengi innanlandssmita stend­ur nú í 445,1 og hefur ekki verið hærra frá upphafi faraldurs. Nýgengi landamærasmita er 25,9.

Tek­in voru 4.030 sýni, þar af 2.276 ein­kenna­sýni.

1.505 eru nú í ein­angr­un vegna Covid-19. 2.365 eru nú í sótt­kví.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert