Halldóra kosin 3. varaforseti ASÍ

Halldóra Sveinsdóttir er nýr varaforseti ASÍ.
Halldóra Sveinsdóttir er nýr varaforseti ASÍ. Ljósmynd/Aðsend

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir var í dag kosin 3. varaforseti Alþýðusambandsins á miðstjórnarfundi sambandsins í dag. Hún tekur við sætinu af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, en hann tekur núna sæti 2. varaforseta af Sólveigu Önnu Jónsdóttur. 

Tekur við plássi Sólveigar

Sólveig Anna sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í byrjun mánaðar samhliða afsögn hennar sem formaður stéttarfélagsins Eflingar. 

Halldóra hefur verið formaður Bárunnar, sem starfar í Árnessýslu, frá árinu 2010 og er 61 árs gömul. „Hún hefur setið sem aðalmaður í miðstjórn ASÍ frá árinu 2018 og tekið þátt í fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hreyfingarinnar að auki,“ segir í tilkynningu frá ASÍ.

Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar á Sauðárkróki, kemur inn sem aðalmaður í miðstjórn sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert